Heimasíða Gunnþórs

Bílar

Þessi síða er skrifuð aðallega til þæginda fyrir mig og aðra áhugasama.

Hér hefur ýmislegt verið fjarlægt vegna nýrra persónuverndarlaga.

Hér er samtíningur um bíla og tengt bílum sem mér finnst vert að mynnast á.

Reikna dekkjastærð , Reikna mílur á gallon í lítrar á hundraði , Eldsneytiseyðsla , Jeep ýmsar upplýsingar

Mynd frá www.jeep.com

Gamli Willis eða Wrangler eins og hann heitir núna frá Jepp er kominn með læst drif og ferna dyra sjá krækju. Jeep

Er framtíðin í rafmagnsbílum? það segja þeir sem framleiða Tesla Besta vél í bíl er rafhreyfillinn eða rafmótorinn eins og flestir segja, her er dæmi: snúningssvið í dæmigerðum rafmótor(Tesla) eins og notaður er í bílum er frá 0 snúningar á mínútu upp í 15000 snúninga á mínútu og torkið er í hámarki frá 0 til 7000 snúninga á mínútu. Ástæðan fyrir því að hægt er að vera með svona öfluga rafmótora í bílum er að þeir eru ekki bundnir við 230 eða 400 Volta spennu þeir geta auðveldlega notað 800 Volt eða meira og þar með tvöfaldað aflið eða rúmlega það m.v. sama straum(Amper) að sjálfsögðu. Það er samt ekkert gefið að það sé bara beitt spennuhækkun til að fjölga kílóvöttunum því nýju fettransistorarnir ásamt öðrum nýjum transistorum geta hleypt í gegnum sig mörg hundruð amperum en vöttin eru jú volt sinnum amper. Rafmótorar í blendingsbílum í dag er að nálgast 400 Hp eða um 300 kílóvött s.b Lexus Hybrid og þar er ástæðan komin af hverju blendings bílar er svona vinsælir í USA, minni eyðsla minni mengun minni hávaði en mun meira afl, 5 til 6 sek. í 100 verður og er venjuleg hröðun í þessum bílum. 19.12.2006

Subaru með verðlaunavélar árið 2006. 19.12.2006. Breytt 22.5.2008 og aftur 2008

Bens jeppinn er með frábærar Diselvélar 3,2 og 4 lítra eða 218 og 250 Hp. sem er með því mesta m.v. rúmtak í Díselvélum þegar þetta er skrifað þ.e.a.s. í vélum undir sex lítrum en Bandaríkjamenn eru bestir í stærri vélunum og hvað mengun varðar líka enda eru meiri kröfur gerðar til minni mengunar í Bandaríkjunum en EB. Nýju Diselvélarnar frá Ford eru gott dæmi um það. 20.12.2006

BMW 5(500) línan er með nýja Diselvél úr léttmálmi sem er frábær m.v. lýsingu eða 3.5 lítra sem er 272 Hp og 560Nm og undir 7 sek. í 100, einnig er hægt að fá þá aftur með aldrifi og bara 1700kg sem gerir þá að áhugaverðustu fólksbílum á markaðnum þegar þetta var skrifað. 6.1.2007

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir við þessi skrif mín hér þá sendu mér póst á gunnthor@gunnthor.com og ég mun svara því eftir bestu getu svo framalega að það sé ekkert órökstutt eða tilfinningalegs eðlis, bílar eru bara verkfræði.

Fljótasti jeppinn á markaðnum þegar þetta er skrifað er Jeep Grand Cherokee SRT 6.1 líters vél 571 Nm, er 4.9 í 60 mílur (96 kmh) og bremsa bílinn niður frá 60 - 0 mílur þarf hann bara 38 metra vegalengd það er Brembo bremsunum að þakka, hann er með þær bæði á framan og aftan. Hámarkshraði sett stopp á hann í 250 km, verð um 6,5 mil.Ísl.kr.14.1.2007

VW eða Vokswagen fær DSG (Direct shift gearbox) skiftingu frá BorgWarner það er talin besta skiptingin þegar þetta er skrifað.

Bílaprófanir sem ég geri sjálfur á bílum og niðurstöður úr þeim birti ég hér.

Allir bílar hafa sömu bremsuvegalend hvort sem þeir eru léttir(track og fl.) eða þungir og einnig liggja þeir jafn vel m.v. sömu hlutföll, þannig er eðlisfræðin en allt of margir halda annað. Dæmi ef gókart bíll og fólksbíll væru með sömu hlutföll í dekkjastærð og þyngdapunkti þá fara þeir á sama hraða í beygjurnar þó að gókartbíllinn sé tíu sinnum léttari, ástæðan er einföld miðfóttaraflið er tíu sinnum minna á gókartbílnum og jafnast þar með út.

Hvernig virkar startari í bíl.

Hvernig er nýja bílnúmerakerfið reiknað. 23.7.2007

Hvers vegna á að nota nagladekk Myndband sem sýnir bíla í fljúgandi hálku

Athyglisverð grein sem birtist í einu dagblaðana. 12.02.2008.

Nú er Subaru Legacy fáanlegur með 2 lítra díselvél sem er 150 hestöfl og 350Nm. Þetta er boxer enda tók þróunin mörg ár. Samanburður við aðra disel bíla 23.4.2008

Ég tel að þeir framleiðendur sem ekki snúa sér að þróun rafmagnsbíla verði fljótt úti í kuldanum því Vetni er enn sem komið er ónothæft þar sem það þarf fjórum sinnum meira rafmagn til að framleiða vetni á vetnisbíl heldur en þyrfti á sambærilegum rafmagnsbíl. Metan heldur lífi í hluta af brunavélunum og stærri díselvélar verða eitthvað lengur í notkun tel ég, þó er ekki gott að segja hvað vísindamönnum mun takast á næstu árum. 9.5.2008

Það er hægt að breyta bensín/dísel bílnum í rafmagnsbíl, sjá hér 11.05.2008

Team ICE var að gera það gott á Bretlandseyjum, tveggja lítra vél samt yfir 800 hestöfl og bíllinn er 1400kg. og aldrif sem er ekki það léttasta sem hægt er að bjóða vélinni. Team ICE fréttir 4.08.2008

Toyota Prius eru skimsamlegustu eindrifs bílakaupinn í dag því hann hefur flest öll þægindi sem bílar þurfa að hafa eins og hraðastilli, rafeindahitastýrð miðstöð með kælingu, aðgerðatakka á stýri sjálfskiptu og kraft sem samsvarar 150 hestafla bensínbíl. Óvenju mikið pláss er í bílnum og auðvelt að leggja niður sætisbök á aftursætum til að auðvelda flutning á stærri hlutum eða nánast verður eins og skutbíll. Tæknina í þessum bíl þarf enginn að hræðast hún er orðin 11 ára gömul og því mikil og góð reynsla komin á hana. Misvitrir bílablaðamenn og fleiri hafa reynt að koma óorði á þessa tækni frá því Toyota kom fyrst fram með hana en reyndin er hinsvegar sú að aðrir bílaframleiðendur eru að fara í þessa tækni sem segir allt sem segja þarf um hana. Íslensk tilraun sýndi að með því að stækka rafgeymana(rafhlöðurnar) í bílnum má nota hann nær eingöngu sem rafmagnsbíl(reglulega hlaðið geymana) og þá fer bensíneyðslan allt niður í 0 lítrar á hundraði(innanbæjar akstur) bara nokkrir hundraðkallar sem bætast við rafmagnsreikninginn, er hægt að hafa það betra? Hvað mengun varðar þá er ekki bara minni loftmengun heldur líka minni hljóðmengun, enginn blýrafgeymir er í honum bara 40 kílóa rafgeymirinn sem er eins uppbyggður og fartölvurafgeymir. Prius 31.ágúst 2008.

Honda S2000 er með mesta aflið m.v. tveggja lítra vél án túrbínu, þessi tækni er arfleif frá kappakstrinum. Þessu afli ná þeir með meiri snúningshraða á vélinni eða 8000 snúningar á mínútu og háþróuðu ventlaherfi. 5.10.2008

Margir velta því fyrir sér af hverju dísilolía er dýrari en bensín, aðalástæðan er framboðs og eftirspurnarlögmálið þ. e. a. s. það selst meira af dísilolíu en bensíni vegna þess að fyrir utan þungaflutninga á sjó og landi þá fjölgar bílum með díselvélar meira en bílum með bensínvélar. Ofan á það þá er rafmagn framleitt í stórum stíl með dísilolíu út um allan heim og má nefna eitt gott dæmi sem margir Íslendingar þekkja vel eða Kanaríeyjar þar er rafmagnsframleiðslan um 90% með dísilvélum restin er framleidd með vindmillum og sólarorku. 1.11.2008

Hvað er snúningsátak(torque) véla(hreyfla)? jú það er nákvæmlega það sem fellst í orðinu en það vefst samt fyrir mörgum. Í Evrópu en notað mælieiningin Nm eða Newton metrar fyrir þetta fyrirbæri og fer ég ekki nánar út í það hér en bendi á síðuna wikipedia.org fyrir þau sem vilja nánari upplýsingar. Snúningsátak hefur ekkert með afl eða hestöfl að gera fyrr en snúningshraði er kominn í spilið, sem dæmi ef 100kg maður situr á tveggja metra langri stöng sem er fest í hinn endann myndast snúningsátakið 1920Nm í snúningspunktinum en þar hafa engin hestöfl myndast þrátt fyrir það því þarna er bara stöðuorka á ferðinni. Hins vegar ef vél sem væri 400Nm og snérist 2000 snúninga á mínútu og svo önnur vél sem væri líka 400Nm en snérist 4000 snúninga á mínútu væri sú síðarnefnda helmingi aflmeiri því hún hefur helmingi fleiri snúninga á mínútu en sama snúningsátak. Einfaldasta formúlan er þyngd í kg sinnum fasti sem er 9,8 sinnum leng stangarinnar eða Torque = kg x 9,8 x L, sjá mynd hér að neðan og vona ég að þetta útskýri Newton í snúningspunkti nægjanlega vel. 23.12.2008.

Samanburður á ólíkum bílvélum

Verkfræðingum Nissan og Subaru tókst loksins að klára þróun linertronic skiptingarinnar sem þeir notuðu í Justy milli 1986 til 1990. Grunnurinn af þessari skiptingu var þróuð af Subaru og Nissan en var ekki notuð nema í smábílum þeirra en nú er hún komin aftur og er greinilega nothæf í bíla með drif á öllum, 1,5 tonn og 170 hestöfl(1*). Ávinningurinn er augljós eyðslan lækkaði um líter m. v. beinskipta bílinn og fljótari í hundrað(m. v. sjálfskiptan) þar sem vélinni er haldið á þeim snúningi sem hún er sterkust og eða eyðir minnst. Þessi skipting er einfaldlega iedeal þar sem hún heldur vélinni á stöðugum(constant) snúningshraða þ. e. a. s. tölva stýrir skiptingunni og vélinni þannig að þegar ekið er á eðlilegum ferðahraða þá er snúningshraði vélarinnar t. d. 1800 núningar(2*) þar sem eyðslan er minnst en þegar gefið er í botn þá er vélinni haldið í t. d. 6200 snúningum eða þar sem vélin skilar mesta aflinu. Annað sem gerir þessa skiptingu mjög frábrugðna er að þetta er stálreim reyndar er mjög erfitt að fá nánari upplýsingar um hana enda bullandi samkeppni milli framleiðanda. DSG skipting hefur ekki þessa eiginleika, með henni eru vélarnar vinnandi á jafn breiðu snúningsviði og með venjulegum gírkassa en skiptihraðinn er mikill og minna tap en í vökva-sjálfskiptingu það er kosturinn við DSG.

(1*)Af hverju ekki turbo bilarnir? Það er eins gott fyrir Japana að hafa vaðið fyrir neðan sig mistök kosta þá markaðsetninguna bæði í EB og BN því er betra að fá fyrst reynslu á skiptinguna með minni vélunum.(2*)Þetta er bara dæmi þar sem ekki eru komnir neinir spekkar frá þeim. 15.08.2009

Mikilvægt atriði sem þarf að hafa í huga þegar skipt er um bremsuklossa nánar hér

Ekki reyna að draga hjólhýsi eða fellihýsi upp brattar malarvegsbrekkur á fólksbíl sem er bara með framhjóladrif það er stór hættulegt. Þyngdarpunkturinn færist yfir á afturhjólin þegar ekið er upp brattar brekkur, það skiptir (*)aldrifinn bíl engu máli því hann færir átakið yfir á afturhjólin en framhjóladrifinn bíll getur það ekki heldur byrjar hann að spóla og stoppar svo og þá eru menn í slæmum málum. Þær hættur sem hafa skapast við þessar aðstæður er að fólk hrekkur við og lætur bílinn spóla þar til hann fer að renna aftur á bak og stefnir út af veginum, það þarf ekki að fjölyrða um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Spólvörn gerir bílinn ekki aldrifinn hún minkar aflið frá vélinni og dregur þannig úr hættunni að spóla í snjó og hálku og kemur því ekki að notum við þessar aðstæður(ekki láta sölumenn plata ykkur). Það heyrast sögur af fólki sem er að lenda í þessu á hverju ári og aðalega í sumarleifinu. Fyrir nokkrum árum var ég á ferð um hellisheiði eystri og var kominn efst upp og var byrjaður að keyra niður aftur þá kemur framdrifinn bíll á móti mér með tjaldvagn aftan í sér spólandi upp brekkurnar, mér fannst þetta fyndið þar sem hann átti í miklum erfiðleikum að draga vagninn upp heiðina en hafði sig þó upp og þegar ég ek niður heiðina sást á förunum eftir bílinn að hann hafði spólað megnið af leiðinni upp heiðina og spurning hvort ekki hafi verið lítið munstur eftir í dekkjunum á framan. Eftir sögurnar sem hafa heyrst undanfarið geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekki lengur fyndið því þarna hefði getað farið illa og því ástæða að minna fólk á þessa hættu og sneiða frekar fram hjá svona stöðum á framdrifs bílum. 6.9.2009

(*)Samkvæmt upplýsingum frá Leó M. eru til bílar og meira að segja jepplingar á markaðnum sem hafa ekki handstýrða eða sjálfvirka læsingu í millikassa sem er skelfilegt því þá þarf bíllinn einungis að missa grip á einu hjóli og þá er hann fastur, það er gagnslaust aldrif!

Ég var spurður að því hvaða bíl myndir þú kaupa þér ef peningamálin væru ekki hindrun? Tegund bílsins er ekki aðal málið hjá mér heldur búnaðurinn og þægindin eins og sjálfskipting, aldrif og sæmilegur kraftur. Að Bens ólöstuðum er það Audi Quattro, það eru skemmtilegustu bílar sem ég hef ekið um ævina. V8 4,2 vélin er mjög skemmtileg og turbó vélarnar að sjálfsögðu líka.

Ég er ekki mikið að lesa annarra manna blogg(rabb) um bíla en dett þó niður á greinar sem vekja áhuga minn og held áfram með það á þessari blogg síðu og fjalla um málið á frá mínu sjónarmiði. Eitthvað er um það að menn blogguðu um þátt á Fifth gear þar sem Volvo V50 og Subaru Legacy voru keyrðir ákveða braut til að komast að því hvor færi hana á skemmri tíma. Subaru bíllinn er með 3 lítra vél en Volvo bílinn með 2,5 Turbo vél sem gefur meira tork sem vó upp aðeins fleiri hestöfl í Subaru bílnum svo aflið var sambærilegt í þeim. Báðir bílarnir eru aldrifnir. Það er skemmst frá því að segja að Subaru bíllinn kom á mun skemmri tíma í mark og það var einmitt það sem vakti furðu bloggarana því bílarnir eru báðir skutbílar álíka breiðir, langir, þungir, svipuð hæð á þeim og eins dekk. Ástæðan fyrir þessu er eins og alltaf bara tæknilegs eðlis boxervél lækkar þyngdapunkt bílsins sem skiptir miklu máli í kappakstri á góðu yfirborði(malbik) en þetta hefur lítið að segja í rallíakstri(malarvegum) þar er fjöðrunarbúnaðurinn og dekkin eru númer eitt við þær aðstæður enda eru jeppar notaðir með góðum árangri í rallíkeppnum þar sem þyngdarpunkturinn er mun hærri í þeim en fólksbílum, þyngd bílana hefur ekkert með það að gera hvort bílar liggi vel eða illa þannig eru eðlisfræðilögmálin. Ég geri ráð fyrir að fjöðrunarbúnaðurinn í þessum Subaru bíl henti betur til kappaksturs þar sem þessir bílar eru hannaðir til að liggja mjög vel enda töluvert stífir á fjöðrun sem hefur líklega hjálpað til. Volvo bílinn þekki ég ekki en er líklega mýkri. Porsche er sá bílaframleiðandi sem nýtir sér boxervélina í topp til kappaksturs enda er fáir sem standast þeim snúning ef nokkrir. Hér er slóðin í myndskeiðið Subaru/Volvo samanburður

Fisker er enn einn tvinnbílinn sem hægt er að hlaða rafmagni og svo er hann með rafstöð líka. Þetta er sportbíll eins og Tesla bílinn, full dýr fyrir Ísland. 28.07.2011

Hér er hægt að sjá þróun olíuverðsins

Nokkrar góðar slóðir fyrir Subaru og samanburður við aðra sambærilega bíla

Er einhver munur á jepplingum?

Meira hér

Framdrif/aldrif

Drifbúnaður

Aksturshæfni

Turbo Forester

Ný Toyota sportbíll prófaður af Chriss Harris

Imprezza Nürburgring

Audi A6 Quattro 2011. Audi er alltaf skrefi á undan í véltækni eins og þessi þriggja lítra 6 silindra bensínvél. Bíllinn er 1700kg tómur(án vökva) 300 hestöfl og einungis 5,5 sekúndur í hundraðið. Sjö gíra sjálfskiptingin á stóran þátt í minni eyðslu og fljótari í hundraðið en vélin er aðal atriðið enda tölurnar yfir hana athygliverðar eins og sjá má hér: þjöppun 10,3:1, 440Nm tork og 300Hp, enda er eyðslan á A6 bílnum ótrúleg eða 10,8 lítrar á hundraði í bænum og 6,6 lítrar á langkeyrslu sem er mæling eftir evrópskum viðmiðunarreglum að sjálfsögðu. Skýringin á þessum frábæru tölum er: bein innspýting(FSI eða GDI á ensku) og túrbína en bensínvélar með túrbínu og fjölinnsprautun hafa bara mátt vera með þjöppunarhlutfallið mest 8:1 sem hefur komið niður á eldsneytisnýtingunni. Mazda, Toyota og fl. eru að koma með þessa tækni en Audi kom með þessa vél í janúar 2011. Bílar frá Mitsubishi komu með beina innspýtingu upp úr 1998 minnir mig en eru hættir með þessa tækni vegna galla sem komu upp í bílunum hjá þeim sem er ekki gott fyrir Japana en nú er Toyota búin að þróa D-4S beina innspýtingu sem lofar góðu. Skrifar 6.4.2012