Heimasíða Gunnþórs

Bílaprófanir

Efnisyfirlit

Það er hættulegt að vera staddur á rally kepni!

Video1

Video2

Video3

Video4

Video5

Video6

Hér er lýsing á þeim prófunum sem ég geri á bílum og aðalega með eyðslu í huga en læt fleira fylgja með ef mér sýnist svo.

Krækjan Eldsneytiseyðsla er samantekt eyðslumælina flestra bíla á markaðnum í Evrópu (í þessu tilfelli vísað á vef Umferðarstofu) svo núna þýðir ekkert að vera með tröllasögur um enldsneytiseyðlsu þetta er einfaldlega uppi á borðinu. Auðvitað eyða bílar minna eða meira en taflan sýnir því aksturlag er ekki það sama milli manna en hún er góð viðmiðun til að sjá eyðslumun milli bíltegunda. Það geta slæðst inn villur en það ætti að vera auðvelt að sjá í gegn um þær með því að bera saman tvær gerðir álíka þungar með sömu vél og drifbúnaði. Reyndar sjást ótrúverð dæmi við fystu sýn eins og Subaru Impresa 1300 kg. og Subaru Legacy 1400 kg 2004 módel þar sem Legacy eyðir minna en Impresa en málið er að Legacy er dýrari og þar af leiðandi flottari insprautun sem leiðir af sér betri nýtni í sömu vél (upplýsingar frá framleiðanda). Ég er klár á því að þarna hafa margir Subaru eigendur flaskað á því og þar með talið ég því ég átti Ameríku Outback með 2.5 vélinni sem eyddi 12 lítrum á sumrin í bænum og fékk þessa humynd að prófa Impresu þar sem hún er öll minni og léttari, en þegar ég var búinn að mæla hann í sumar sem leið kom í ljós að hann eyðir lítið minna en Outbackinn svo það hefði verið betra að fara í Legacy GL þar sem hann er lítið dýrari en mun skemmtilegri bíll(þetta er ekki Turbo Impresa). 13.1.2007.

Tilraunastarfsemi sem leiddi af sér þessa ræðu hér fyrir neðan!

Eftir að ég skrifaði þetta hér fyrir ofan skipti ég um kerti í Imprezunni og bar dekkjastærðina saman við uppgefna dekkjastærð í skoðunarvottorði, kom þá í ljós að bíllinn er á 2.6% stærri dekkjum en hann á að vera. Ég gerði því aðra mælingaratrennu á honum og eins nákvæma og ég gat þ.e.a.s. fyllti tankinn alltaf upp í stút og núllaði teljarann, þetta gerði ég þrisvar sinnum og tók meðaltalið og kom í ljós að þessi Subaru Imprezza 2004 eyðir 11.3 lítrum á hverja hundrað kílómetra í bæjarsnatti (höfuðborgarsvæðið) eins og ég nota hann en það er enginn sparakstur . Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki slæmt því ég fékk Toyota Corolla 1600 2007 model í tíu daga svo ég náði einni mælingu á hana og hún eyddi 10,3 lítrum sem kom mér á óvart því ég notaði þann bíl nákvæmlega eins og Imprezuna að vísu bara ein mæling en það er ótrúlega nákvæm mæling ef fyllt er upp í stút og alltaf notuð sama bensíndæla til áfyllingar. því segi ég að borga einn líter meira fyrir hverja 100 km er ekkert miða við að hafa tveggja lítra vél og aldrif því mér datt strax í hug orðatiltækið eingin veit hve átt hefur fyrr en misst hefur því að fara úr aldrifi í framdrif eru mun meiri viðbrigði en fólk gerir sér grein fyrir. Hér tek ég dæmi máli mínu til stuðning eftir reynsluna af þessari Corollu en þetta hefur ekkert með tegundina að gera því þessi bíll var mjög góður í alla staði nema hann var bara framhjóladrifinn, og við vitum að munurinn yfir veturinn er öllum ljós og því ekki til umræðu en þar sem ég hafði bílinn í júní í sumar datt mér ekki hug að viðbrigðin yrðu svona mikil því á einum stað hér í bæ er stutt en brött brekka með möl í (ómalbikuð) og þessa brekku þarf ég oft að keyra en hún er til að komast úr stóru bílastæði. Það gerist stundum þegar ég ek upp úr bílastæðinu að gemsinn fer að hringja og til að ná honum úr vasanum þá stoppa ég bílinn í brekkunni og svara í símann, eftir að hafa afgreitt símtalið tek ég stað aftur og ekkert mál á aldrifnum bíl en á framhjóladrifna bílnum gerðist það hinsvegar að hann sat kyrr í brekkunni og bara spólaði með tilheyrandi grjótkasti undir gólfið og rykmekki sem steig undan honum. Fyrst í stað áttaði ég mig ekki á hvað var að gerast en hugsaði svo hvernig nennir fólk að vera á eindrifnum bílum en auðvitað er ekki hægt að sakna þess sem maður þekkir ekki☺ en ég skora á ykkur að prófa það eru svo margir framleiðendur komnir með aldrif. Fleiri dæmi sem ég vil nefna var að þegar farið er inn á stofnbrautir og hringtorg þar sem hraðaaukningin þarf að vera góð svo maður eigi ekki á hættu að fá einhvern aftan á sig eða í hliðina á sér, þar komu gallar framdrifsins vel í ljós því ef það er smá sandur ofan á malbikinu þá spóla þeir og lítil er hraðaaukningin meðan á því stendur og einnig ef malbikið er blautt (þarna koma öryggismál inn í dæmið líka). Ég er ekki að tala um að það þurfi að stunda einhverja spyrnustæla við þessar aðstæður bara það að þurfi ekki að vera 200 metrar í næsta bíl til að komast inn á því það er óásættanlegt í mikilli umferð. Ef þú efast um þetta ímyndaðu þér að þú fengir nýjan bíl og hann væri ekki með fjarstýrðar samlæsingar á hurðum myndirðu vera sátt(ur) við það??? nei okkur þykir þetta sjálfsagður búnaður í dag, það finnst aldrifseigendum einnig með aldrifið. Eitt enn, aldrifnir fólksbílar eru ekki jeppar eins og margir halda þetta er til að auka öryggi og þægindi í akstri sem er aðal atriðið en auðvitað eykst torfærugetan en það er ekki nóg það þarf líka meiri hæð undir bílana ef það á að nota þá í torfærur. 5.júlí 2007

Eyðslumælingar og athugasemdir á eftirtöldum bílum, en þessar mælingar eru gerðar á sumrin þegar meðalhiti er á milli 10 til 12°C og sami ökumaður og sömu leiðir eknar og því rétt hlutfall milli eyðslu bíla.

Ford BroncoII 88' módel V6 2.9L 145Hp sjálfskiptur

Langkeyrsla 13 lítrar og 17 í bænum, þetta miðast við að bíllinn var bara í afturdrifi. Ef bíllinn var í aldrifi þá þambaði hann eldsneytið svo það þarf ekkert að fara nánar út í það. Ending á hjöruliðum og stýrisendum var frekar léleg alla vega fekk ég á tilfinninguna þau ár sem ég átti bílinn sem var keyrður frá og með 116000-150000 km að Ford eigendur þurfi að vera duglegir viðgerðarmenn.

Jeep Grand Cherokee Limited 97 módel V8 5.2L 220Hp sjálfskiptur

Langkeyrsla 12 lítrar og 20 í bænum, þessi bíll er með sídrif alltaf tilbúinn að splitta milli fram og aftur hásingar(er 100% í afturdrifi) ef með þurfti. Mjög góð ending á öllu krami í þessum bíl, ein hjöruliða-hosa, vatnskassi og bensíndæla enn hún var frá Bosch. Gæðamunur á þessum bíl frá Fordinum er mjög mikill það er ekki pláss til að lýsa því nánar hér á síðunni. Ekinn í minni eigu 120000-160000km

Subaru Outback 98' módel 2.5L 150hp Ameríkutípa(Kanada bíll) sjálfskiptur

Langkeyrsla 8,8 lítrar(Reykjavík Akureyri) og 12 í bænum. Subaru er frábær bíll það vita þeir sem hafa eitthvert vit á bílum. Subaru voru fyrstir með aldrif og sjálfskiptingu í fólksbíl og hafa því víðtæka reynslu á aldrifsbúnaði í fólksbílum. Tölvustýring splittar allt að 100% milli fram og afturhjóla með vökvakúplingu(sjálfskipti bíllinn) sem er hnökralaus svo maður heldur að bíllinn sé alltaf læstur milli fram og aftur hjóla en samt aldrei þvingun eins og maður finnur oft í jeppum með sjálfvirku sídrifi eins og Jeep Grand Cherokee. Legacy og Forester Turbo var líka hægt að fá með diskalæsingu(Amerikutípa) á aftan til að auka viðbragðið í mikilli hálku.

Jeep Grand Cherokee 2003 Overland 4,7L V8-HO 260Hp

Langkeyrsla 12 lítrar og 18,5 í bænum, sami drifbúnaður og í 97 bílnum nema sjálfvirk splittun á fram og afturhásingu, kallað Quadra Drive. Þessi mæling m. v. að bílinn var á standard dekkjum, en á 30 tommu dekkjum eykst eyðslan töluvert(bæti prósentuhlutfallinu við km svo það fari ekki á milli mála) og yfir vetrartímann í frosti og hálku eyða þessir bílar yfir 22 lítrum á hundraði í bænum og yfir 13 lítrum á langkeyrslu.(Reykjavík/Akureyri en það er munur á þeirri leið og Reykjavík/Hornafjörður þar sem minna er um fjallvegi á þeirri leið)

Subaru Impreza 2004 2L SOHC(ódýrasta vélin) sjálfskipt 125Hp

Langkeyrsla 8 lítrar og 11,3 í bænum.

Toyota Corolla 2006 eða 2007 1,6L DOHC sjálfskipt 124Hp

Langkeyrsla ? og 10,3 í bænum.

Mitsubishi Carisma 1600 DOHC 99Hp sjáfskipt sedan

Langkeyrsla 7 og 10 í bænum bæði raunmæling og eyðslutölvumæling sem reyndist ótrúlega nákvæm.

Subaru Outback 2005 H6 3L 245 hestöfl

Langkeyrsla 8,5 lítrar mæling gerð milli Dalvíkur og Garðabæjar í sæmlilegum hita(13°C) og litlum vindi alla leið

Í bænum er eyðslan frá 12,2 lítrar m. v. svipaða notkun og á bílunum fyrir ofan(vegalengdin frá heimilinu til vinnu er ekki styttri en 7km og ekki mörg stopp). Eyðslutölvan í þessum bíl er röng sýnir 0,4 til 0,8 meira en rauneyðslan er.

Audi A6 2003 V6 3L 220 hestöfl

Langkeyrsla ? lítrar

Í bænum er eyðslan frá 14,2 lítrar m. v. svipaða notkun og á bílunum fyrir ofan(vegalengdin frá heimilinu til vinnu er ekki styttri en 7km og ekki mörg stopp á ljósum).Eyðslutölvan í þessum bíl er röng sýnir rúman lítir minna en rauneyðslan er.

Audi A6 2004 v8 4,2L 335 hestöfl

Langkeyrsla 8,5 Dalvík Garðabær. 35,4 lítrar og teljari 416,9 km lítill vindur og meðalhiti um 12 til 13 gráður

Eyðslan í bænum 15 lítrar á hundraði. Þessi mæling er ein mæling og mikil rigning, vindur og stuttar vegalengdir.

Eyðslutölvan sýnir minni eyðslu en raun eyðslan er og skekkjan er um 0,4 til 0,7 lítrar. Það gæti verið vegna þess að þessi bíll er á 245 dekkjum en standard eru þeir á 225.

Eldsneytismælingar(raunmæling) eru framkvæmdar á eftirfarandi hátt: Tankurinn er fylltur upp í stút eða eins og hægt er að koma á bílinn kílómetrateljarinn er núllaður svo er langt gengið á tankinn eða þar til að gula ljósinu sem er í mörgum bílum kviknar. Þegar aftur er fyllt á bílinn er skrifað niður eknir kílómetrar og lítrafjöldi sem fór á hann kílómetrateljarinn núllaður og þetta er svo gert þrisvar til fjórum sinnum til að fá sæmilega nákvæmni í mælinguna, eftir það er heildar lítrafjöldi deilt með heildar kílómetrum sem eknir voru sinnum 100 og þá er niðurstaðan kominn. Dæmi: lítrar / kílómetrum X 100 eða 60 lítrar deilt með 710 km og það sinnum 100 eru 8.45 lítrar á hverja 100 kílómetra. Þetta er er einfalt en virðist vefjast fyrir mörgum og ekki reyna að meta eyðsluna eftir bensínmælinum það er vonlaust. Eyðslutölvur þarf að núlla og aka einn tank við eðlilegar aðstæður annað hvort snatt eða langkeyrslu annars er of mikil ónákvæmni í mælingunni, eyðslutölvur vigta ekki eldsneytið sem fer á vélina þetta er líkindareikningur þar af leiðandi er t.d. nóg að láta vélina halda við niður Hvalfjarðargöngin til að breyta forsendum fyrir tölvuna(Jeep), fleiri dæmi væri hægt að taka svo raunmæling er alltaf besta aðferðin eins og lýst er að ofan til að finna eyðslu ökutækisins. Það eru mörg atriði sem hafa mikil áhrif á eyðslu eins og mótvindur og hlassþyngd(farþegafjöldi og farangur). Einnig hefur veðrið(hitinn), stærri dekk og yfirborð vegarins mikil áhrif líka.

Sjá bensíneyðslu reiknivél.