Heimasíða Gunnþórs

Bilar

Efnisyfirlit

Smá yfirlit um síðuna:

Þessi síða er skrifuð aðallega til þæginda fyrir mig og aðra áhugasama.

Hér hefur ýmislegt verið fjarlægt vegna nýrra persónuverndarlaga.

Hér er samtíningur um bíla.

Rafmagnsbílar eru venjulegir bílar að flestu leiti nema vélin í þeim er rafvél. Rafvélin í þeim er samsett úr tölvu, rafeindabúnaði, rafmótor og niðurfærslugír með hlutfallið einn á móti 8, gott dæmi er Leaf bíllinn hér fyrir neðan.

Rafgeymarnir geyma rafmagnið og hlaðið er inn á þá frá rafveitunni. Ekki kalla rafgeymi rafhlöðu við notum rafhlöður t.d. í reykskynjara og önnur smátæki.

Í Nissan Leaf er hleðslutækið í bílnum en fyrir hraðhleðsluna eru hleðslutækin fyrir utan bílinn ýmist gólf eða veggtæki og er mun fljótlegra að hlaða bílinn með þeim.

Dokkur eru að ryðja sér meira til rúms, þá er bílnum ekið yfir dokkuna sem er á gólfinu undir honum í bílastæðinu og byrjar hleðslan sjálfkrafa án þess að þurfi að stinga í samband.

Útblástur er enginn frá rafmagnsbílum sem hafa einungis rafmótora og því fimm sinnum umhverfisvænni en brunahreyfils bílar á Íslandi.

Lágspennuhluti rafmagnsbíla eins og Nissan Leaf 2015 árgerð er um 400 Volt og smáspennuhlutinn er 12 Volt. Skilgreining á spennu er smáspenna er spenna undir 50 Voltum, lágspenna er spenna frá 50 voltum og upp í 1000 Volt, háspenna er spenna hærri en 1000 Volt.

Rafmótorinn er yfirleitt þriggjafasa skamhlaupsmótor með segulmögnuðum snúð(anker), þannig verður hann virkari og breytist auðveldlega í rafal sem nýtist í að hægja ferðina, halda við niður brekkur og skila hluta af orkunni aftur til rafgeymana. 21.7.2018

Rafbíllinn Nissan Leaf 2017 og eldri.

Rafvélin í Leaf.

Rafmórorinn og niðurfærslugírinn og framdrifið.

Rekstur á Nissan Leaf 2015

Miða við mína notkun í júní 2018 kostuðu 100km 151kr. sem jafngildir 0,75 lítrum á hundraði m.v. að bensínlítirinn kosti 200kr. 23.7.2018

Engin olíuskipti á vél.

Á rafvélinni og rafgeymunum eru vatnskæling og því gott að gefa því auga þegar bætt er á rúðupissið. Ég mæli með að gírinn og drifið sé skoðað annað hvert ár líka.

Afköst

Nissan Leaf 2016 og eldri eru með 24kWh rafgeyminum hentar ekki vel til langferða, drægnin er einfaldlega of stutt. Uppgefin drægni er 199km og það miðast við góðar aðstæður ekki Íslenskar aðstæður.

Rafmótorinn er 109 hestöfl 254Nm tork og bíllinn er því fljótur frá 0kmh hraða í löglegan hámarkshraða(90kmh)

Miðstöðin er fljót að hitna enda virkar hún eins og venjulegur rafmagnshitablásari.

Rafkerfi bygginga og hvað þarf að varast

Flestum rafmagsbílum fylgir hleðslusnúra með tveggja pinna jarðtengdri kló sambærilegri og er t.d. á þvottavélinni. Á snúrunni er stýribox sem kemur í veg fyrir að straumurinn fari yfir níu amper(9A). Þetta er gert til að minka hættuna á skemdum og jafnvel bruna meðan bílarnir eru í hleðslu.

Straumur upp á níu amper(9A) í lengri tíma er of mikið álag fyrir lélegar framlengingarsnúrur og er því bannað að nota þær við hleðslu rafbíla m.a. vegna eldhættu.