Heimasíða Gunnþórs

Bloggað(rabbað) frá mínum sjónarhóli.

Efnisyfirlit

Smá yfirlit um síðuna:

Þessi síða er skrifuð aðallega til þæginda fyrir mig og aðra áhugasama.

Hér hefur ýmislegt verið fjarlægt vegna nýrra persónuverndarlaga.

Hagfræði í einfaldari framsetningu

Af hverju er svona mikilvægt að hagvöxturinn sé góður?

Það er mikið fjallað um hagvöxt og mikilvægi hans í fjölmiðlum og á vefnum. Hvað er hagvöxtur og til að skilja hann betur þurfum við fyrsta að skoða verga landsframleiðslu. *Verg landsframleiðsla er verðmæti allra endanlegra vara og þjónustu sem framleidd er á landinu á einu ári hvort sem hún er framleidd af innlendum eða erlendum aðilum, takið eftir því erlendum aðilum og þar má nefna stóriðjuna.

*Verga landsframleiðslu má reikna út með því að leggja saman eftirfarandi þætti:

*Einkaneysla: Vörur og þjónusta sem heimilin í landinu nota yfir árið.

*Samneysla: Laun, vörur og þjónusta sem ríki og sveitarfélög nota til að reka almannaþjónustuna.

*Fjárfesting: Fjárfesting er það kallað þegar fjármunum er ráðstafað til einhvers sem hægt er að nota til lengri tíma, til dæmis til að byggja hús eða kaupa skip, flugvélar og fl.

*Nettó útflutningur: Nettó útflutningur eru allar vörur og þjónusta sem flutt er úr landi að frádreginni þeim vörum og þjónustu sem flutt er inn og það er engin smá tala á Íslandi þar sem við flytjum nánast allar vörur sem við notum inn. Það er ástæðan fyrir því að útflutningurinn þarf að vera mikill frá íslandi. Ferðaþjónustan er þjónustu-útflutningur

Hér kemur formúlan: Y = C + G + I + (X-M)

Y = Verg landsframleiðsla

C = Einkaneysla

G = Samneysla

I = Fjárfestingar

X = Útflutningur

M = Innflutningur

X-M = Nettó útflutningur

*Nú getum við þá snúið okkur að hagvexti. Hagvöxtur er mæling á það hversu mikið verg landsframleiðsla vex á einu ári. Þegar vöxturinn er jákvæður þ.e. þegar landsframleiðsla eykst milli ára þá er sagt að þjóðin hafi orðið ríkari. Hagvöxtur getur átt sér stað ef eitthvað af ofantöldu eykst milli ára, þ.e. ef einkaneysla eykst, samneysla eykst, fjárfesting eykst eða nettó útflutningur eykst.

*Stundum hækkar bara einkaneysla og fjárfesting er samneysla og nettó útflutningur lækkar. Þannig getur hagvöxtur verið 0% þrátt fyrir að einkaneysla og fjárfesting aukast milli ára því samneysla og nettó útflutningur gætu verið að dragast nógu mikið saman til að “núlla út” aukninguna í einkaneyslu og fjárfestingu.

Þessi formúla er mjög góð lýsing á hagkerfinu ekki bara fyrir Ísland heldur flest ef ekki öll lönd. Núna er mjög auðvelt að sjá hvernig pólitíkusar eru að leika sér með hagkerfið eftir því hvort þeir eru til vinstri eða hægri.

Samneyslan er t. d. frekar föst stærð og ekki gott að breyta henni mikið, fjárfestingar er líka erfitt að hunsa því endurnýjunar er þörf. Útflutningurinn er hinsvegar annað mál það er auðveldara að breyta honum með meiri framleiðslu t. d. með fleiri álverum og öðrum iðnaði, hærra verð fyrir sjávarafurðir og fleiri og efnameiri ferðamenn svo það helsta sé nefnt. Gallinn við þessa aðferð er að þá er gengið meira á náttúru Íslands en í staðinn fáum við fleiri störf og meiri tekjur fyrir þjóðfélagið.

Hin leiðin er aftur á móti minni útflutningur og þá um leið lækka tekjur þjóðfélagsins og þá þarf að eiga við einkaneysluna og minka hana og það er í nánast öllum tilfellum gert með hærri sköttum og haldið aftur af launahækkunum. Af hverju? jú það er eina leiðin til að halda aftur af miklum innflutningi því það erum við sem köllum á innflutning eftir því hver hagur okkar er. Hver og einn hefur svo sýna skoðun hvor leiðin er farinn og það kallast pólitík.

*(Texti fengin að láni annarsstaðar á vefnum https://hagfraediamannamali.wordpress.com/)