Heimasíða Gunnþórs

Bloggað(rabbað) frá mínum sjónarhóli.

Efnisyfirlit

Smá yfirlit um síðuna:

Þessi síða er skrifuð til skemmtunar og fróðleiks a.m.k. fyrir mig. Á síðunni er hægt að finna myndir aðalega teknar af mér eða vísað í annarsstaðar á vefnum, einnig eru myndir teknar af öðrum en þá tek ég það fram og gef upp nafn viðkomanda svo ég biðst velvirðingar á því ef hérna birtast myndir eða annað efni sem ég hef ekki leyfi fyrir og vinsamlega benda mér á það ef svo er.

Loftmengun

Ég ætla að byrja á því að segja að það sem ég skrifa hér kemur pólitík ekkert við. Svifryk frá dísilvélum er ekki flokkað sem mengun á Íslandi, hins vegar er svifryk frá nagladekkjum flokkað sem mengun, þrátt fyrir að þau séu öryggistæki og það er ekki eðlilegt. Greinin hér til hliðar er dæmi um það hvernig mengunarmálum varðandi dísilknúna fólksbíla í Noregi er hagað, lögin eiga að vera eins á Íslandi að mínu mati.

Veltum fyrir okkur hvað við myndum menga miklu meira ef við hefðum ekki vatnsaflsvirkjanir í landinu. Ekki má gleyma heitavatninu sem kemur upp úr jörðinni það er engin smá gjaldeyrissparnaður við það. Sem dæmi þá hafa Færeyingar nánast bara (3% með hauggasi eða metan og vindmyllum) olíu til húshitunar og rafmagnsframleiðslu.

Hér ætla ég bara að taka fyrir CO2 eða koltvísýringsmengun sem er aðallega í tísku á Íslandi þegar þetta er skrifað. Hvað verður til mikill CO2 við bruna á einum líter af dísilolíu? Það verða til 2,65 kg af CO2 og 2,34 CO2 við bruna á einum líter af bensíni. Tökum Kárahnjúkavirkjun sem viðmið þó hún sé ekki sú umhverfisvænasta á Íslandi. Þessi virkjun afkastar milljón hestöflum. Skoðum hvað það er á Íslenskan mælikvarða: Skuttogari er með að meðaltali 2.500 hestafla vél og þeir voru 57 talsins 2011 og hafa því samanlagt 142.500 hestöfl, sem er lítið í samanburði við virkjunina. Já það má líka segja að togaraflotinn sé með sama afl og 800 LandCruiser jeppar.

Hvert er ég að fara með þessu? Jú, pældu í því ef Alcoa álverið væri drifið með jarðefnaeldsneyti hve mengunin yrði gífurlega miklu meiri fyrir umhverfið því það þyrfti að sjálfsögðu milljón hestöfl allan sólahringinn árið um kring. Stóri kosturinn fyrir Ísland er svo raforkusalan til versins og störfin þar sem eru jafnt ófaglærðir , tækni- og háskólamenntaðir sem vinna í stóriðju, það á t. d. ekki við í ferðaþjónustu.

Ókostirnir eru breyting á náttúrunni, mengun við verin sem er full réttlætanlegt að vera á móti en hver vill bera ábyrgð á þúsundum atvinnulausra því það er ekkert auðvelt að eiga við það enda þarf ekki nema að líta til Evrópu til að sjá þann hrylling fyrir sér. Ef þú hefur lausn á atvinnuleysinu án nýtingar náttúruauðlinda skaltu halda því fyrir þig og ná í einkaleyfi því sú uppgötvun yrði mjög dýrmæt þar sem atvinnuleysi er mjög útbreitt vandamál í heiminum og því auðvelt að selja góðar hugmyndir sem myndu leysa atvinnuleysis vandamálið.

Hagfræði í einfaldari framsetningu

Af hverju er svona mikilvægt að hagvöxturinn sé góður?

Það er mikið fjallað um hagvöxt og mikilvægi hans í fjölmiðlum og á vefnum. Hvað er hagvöxtur og til að skilja hann betur þurfum við fyrsta að skoða verga landsframleiðslu. *Verg landsframleiðsla er verðmæti allra endanlegra vara og þjónustu sem framleidd er á landinu á einu ári hvort sem hún er framleidd af innlendum eða erlendum aðilum, takið eftir því erlendum aðilum og þar má nefna stóriðjuna.

*Verga landsframleiðslu má reikna út með því að leggja saman eftirfarandi þætti:

*Einkaneysla: Vörur og þjónusta sem heimilin í landinu nota yfir árið.

*Samneysla: Laun, vörur og þjónusta sem ríki og sveitarfélög nota til að reka almannaþjónustuna.

*Fjárfesting: Fjárfesting er það kallað þegar fjármunum er ráðstafað til einhvers sem hægt er að nota til lengri tíma, til dæmis til að byggja hús eða kaupa skip, flugvélar og fl.

*Nettó útflutningur: Nettó útflutningur eru allar vörur og þjónusta sem flutt er úr landi að frádreginni þeim vörum og þjónustu sem flutt er inn og það er engin smá tala á Íslandi þar sem við flytjum nánast allar vörur sem við notum inn. Það er ástæðan fyrir því að útflutningurinn þarf að vera mikill frá íslandi.

Hér kemur formúlan: Y = C + G + I + (X-M)

Y = Verg landsframleiðsla

C = Einkaneysla

G = Samneysla

I = Fjárfestingar

X = Útflutningur

M = Innflutningur

X-M = Nettó útflutningur

*Nú getum við þá snúið okkur að hagvexti. Hagvöxtur er mæling á það hversu mikið verg landsframleiðsla vex á einu ári. Þegar vöxturinn er jákvæður þ.e. þegar landsframleiðsla eykst milli ára þá er sagt að þjóðin hafi orðið ríkari. Hagvöxtur getur átt sér stað ef eitthvað af ofantöldu eykst milli ára, þ.e. ef einkaneysla eykst, samneysla eykst, fjárfesting eykst eða nettó útflutningur eykst.

*Stundum hækkar bara einkaneysla og fjárfesting er samneysla og nettó útflutningur lækkar. Þannig getur hagvöxtur verið 0% þrátt fyrir að einkaneysla og fjárfesting aukast milli ára því samneysla og nettó útflutningur gætu verið að dragast nógu mikið saman til að “núlla út” aukninguna í einkaneyslu og fjárfestingu.

Þessi formúla er mjög góð lýsing á hagkerfinu ekki bara fyrir Ísland heldur flest ef ekki öll lönd. Núna er mjög auðvelt að sjá hvernig pólitíkusar eru að leika sér með hagkerfið eftir því hvort þeir eru til vinstri eða hægri.

Samneyslan er t. d. frekar föst stærð og ekki gott að breyta henni mikið, fjárfestingar er líka erfitt að hunsa því endurnýjunar er þörf. Útflutningurinn er hinsvegar annað mál það er auðveldara að breyta honum með meiri framleiðslu t. d. með fleiri álverum og öðrum iðnaði, hærra verð fyrir sjávarafurðir og fleiri og efnameiri ferðamenn svo það helsta sé nefnt. Gallinn við þessa aðferð er að þá er gengið meira á náttúru Íslands en í staðinn fáum við fleiri störf og meiri tekjur fyrir þjóðfélagið.

Hin leiðin er aftur á móti minni útflutningur og þá um leið lækka tekjur þjóðfélagsins og þá þarf að eiga við einkaneysluna og minka hana og það er í nánast öllum tilfellum gert með hærri sköttum og haldið aftur af launahækkunum. Af hverju? jú það er eina leiðin til að halda aftur af miklum innflutningi því það erum við sem köllum á innflutning eftir því hver hagur okkar er. Hver og einn hefur svo sýna skoðun hvor leiðin er farinn og það kallast pólitík.

*(Texti fengin að láni annarsstaðar á vefnum https://hagfraediamannamali.wordpress.com/)