Bremsuvegalend er sama hvort sem ökutæki(bíll) er 1000kg eða 2000kg, það er útbreiddur misskilningur að ef ökutækið er helmingi þyngra þá þurfi helmingi lengri bremsuvegalengd. Ástæðan er einföld helmingi þyngri hlutur ýtir helmingi fastar ofan á yfirborðið og þar af leiðandi verður viðnámið við götuna helmingi meira. Sama gildir í beygjum þar eru sömu lögmál. Dæmi segjum að einhver 1000kg bíll taki beygju á 100km hraða og er þá alveg við það að renna, svo kæmi 100kg mótorkjól í sömu beygju en það myndi þá bara komast á 1/10 (einum tíunda) af hraða bílsins ef þau lögmál væru til staðar þar með er hægt að sjá það í hendi sér að það gengur ekki upp við vitum að hjólið færi nánast á sama hraða í beygjuna munurinn lægi í snertifleti dekkjanna sem er flóknara mál en hefur ekkert með þyngdarmuninn að gera, það er hægt að segja líka þyngri bíll í beygju þá togast fastar í hann út úr beygjunni í sama hlutfalli og þyngdaraukningin verður á honum, því er þetta á sléttu þyngdin hefur ekkert að segja. Gott dæmi eru formúlubílarnir reynt er að hafa þá eins létta og hægt er því þá er hröðunin meiri en liggja jafn vel eftir sem áður. Myndskot tekið við prófanir á braut(Track) ég fann ekkert betra þar sem þetta er í raun auglýsing en samt ekkert feik, munurinn á bremsuvegalengdinni um einhverja metra til eða frá við sömu aðstæður er fólginn í dekkjunum og bremsubúnaðinum ekki þyngdinni!