Umræðan um nagladekk hefur verið á villigötum hér á Íslandi því það er bara velt fyrir sér bremsuvegalengd með og án nagla og þar að auki á þurum ís. Það eru ekki verstu aðstæður sem við ökumenn lendum í við akstur á þjóðvegum landsins og reyndar í borginni líka það er fljúgandi hálka eða blautt svell sem er vandamálið, að komast upp glerhálar brekkur og niður aftur taka beygur og eiga á hættu að fá vindkviðu á bílinn meðan ekið er í fljúgandi hálku, það eru bara nagladekk(gaddakeðjur) sem koma til hjálpar við þær aðstæður. Þeir myndu ekki nota nagladekk í akstursíþróttum ef það væri verra því þar vilja menn vera fyrstir í mark.