Heimasíða Gunnþórs

Rafmagn

Efnisyfirlit

Smá yfirlit um síðuna:

Þessi síða er skrifuð aðallega til þæginda fyrir mig og aðra áhugasama.

Hér hefur ýmislegt verið fjarlægt vegna nýrra persónuverndarlaga.

Hér eru nokkrar grunn formúlur í rafmagsfræði og fl.

Í rafmagnsfræði er yfirleit talað um að bókstafurinn U standi fyrir spennu(Volt). I = straumur A(Amper), R = viðnám Ω(ohm), P = vött eða afl W(Watt) og eitt hestafl er 736 vött. U = I•R, P = U•I og I = U/R.

Hvað getur Kárahnjúkavikjun?

Kárahnjúkavirkjun er 690MW(mega vött) sem reiknast þá 690000000/736 = 937500Hp eða hátt í milljón hestöfl. Þetta er nóg afl til hafa kveikt á 11,5 milljón 60 vatta glóperum sem dæmi.

Formúlur fengnar á vefnum.(Birt með leyfi höfundar)

Hvernig er rafmagnið framleitt? það er t. d. gert með röfulum(Alternator) sem nýta hreyfiorku, sólarsellum sem nýta sólarljósið og efnarafalar eins og þeir sem breyta vetni í rafmagn.

Notuð er riðspenna ekki jafnspenna í raforkukerfinu vegna þess að auðveldara er að breyta henni með spennubreytum. Jafnspennu er hægt að notu til flutnings á rafmagni eftir jarðstrengjum til að minka tapið í þeim en er dýr búnaður. Riðspenna og riðstraumur eru ekki alltaf í fasa og því verður til raunafl(W) og launafl(Q). Raunaflið er það afl sem mælist í mælum rafveitunar(kWh) en launaflið er neikvætt og framkvæmir því enga vinnu og veldur því töpum í flutningskerfinu sem er bykkt upp með jarðstrengjum en loftlínur hafa 20 til 50 sinnum minna launafl og eru því með minna tap en jarðstrengir.