Heimasíða Gunnþórs

Rafmagn

Efnisyfirlit

Smá yfirlit um síðuna:

Þessi síða er skrifuð til skemmtunar og fróðleiks a.m.k. fyrir mig. Á síðunni er hægt að finna myndir aðalega teknar af mér eða vísað í annarsstaðar á vefnum, einnig eru myndir teknar af öðrum en þá tek ég það fram og gef upp nafn viðkomanda svo ég biðst velvirðingar á því ef hérna birtast myndir eða annað efni sem ég hef ekki leyfi fyrir og vinsamlega benda mér á það ef svo er.

Hér eru nokkrar grunn formúlur í rafmagsfræði og fl.

Í rafmagnsfræði er yfirleit talað um að bókstafurinn U standi fyrir spennu(Volt). I = straumur A(Amper), R = viðnám Ω(ohm), P = vött eða afl W(Watt) og eitt hestafl er 736 vött. U = I•R, P = U•I og I = U/R.

Hvað getur Kárahnjúkavikjun?

Kárahnjúkavirkjun er 690MW(mega vött) sem reiknast þá 690000000/736 = 937500Hp eða hátt í milljón hestöfl. Þetta er nóg afl til hafa kveikt á 11,5 milljón 60 vatta glóperum sem dæmi.

Formúlur fengnar á vefnum.(Birt með leyfi höfundar)

Fleiri formúlur og töflur á vefnum

Hvernig er rafmagnið framleitt? það er t. d. gert með röfulum(Alternator) sem nýta hreyfiorku, sólarsellum sem nýta sólarljósið og efnarafalar eins og þeir sem breyta vetni í rafmagn sem dæmi.

Flúrperur eða sparperur eins og þær eru oftast kallaðar eyða minna en venjulegar glóperur miða við ljósmagnið sem kemur frá þeim, ef flúrpera brotnar þá koma eitruð efni frá þeim sem þarf að varast. Ekki ryksuga leifarnar upp notið blöð eða spaða til að moka eins miklu upp og hægt er og takið svo restina með blautri tusku. Tuskan og það sem mokað var upp er síðan sett í plastpoka merkt spilliefni og komið á næstu endurvinnslustöð í spilliefnagám. Hættulegasta efnið í flúrperum er kvikasilfur. Perur sem ættu með réttu að heita sparperur eru tvistarnir(ljósdíóðuperurnar) þeir eyða mun minna en flúrperur og eru þar af leiðandi sparperur framtíðarinnar. Nafnið flúrpera eða flúrpípa er dregið af efninu flúr eða flúrhúðinni sem er sprautuð inn á glerið í perunum og þegar rafeindirnar rekast á þessa húð þá myndast ljósið á svipaðan hátt og þegar rafeindirnar keyrðu í flúrhimnuna í gömlu túpusjónvörpunum þá lýstist skjárinn upp með hvítu sjósi á þeim stöðum sem rafeindunum var beint á en þar sem rafeindum var ekki beint á skjáinn var svart. Þannig er myndin búin til í svart/hvítu sjónvarpi. Flúrhúðin hefur mismunandi liti eins og tölvuskjáirnir höfðu, þar má nefna grænan og gulan lit sem dæmi. Það er eins með flúrperurnar það er hægt að fá þær í mörgum litum. Lita sjónvörp og skjáir er svo annað mál. 13.06.2010